Æfingahópur U-19

Æfingahópur U-19

Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-19 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til æfinga í mars. Selfoss á fjóra fulltrúa í þessum tuttugu manna hópi, eða flesta iðkendur einstakra liða. Þetta eru þær Elena Birgisdóttir, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir. Þessar stelpur eru allar að að spila með þriðja flokki kvenna ásamt því að spila stórt hlutverk með meistaraflokki Selfoss.

Eins og áður segir á ekkert lið jafnmarga fulltrúa í hópnum og er þetta til marks um frábært starf Handknattleiksdeildar Selfoss.

Sjá einnig frétt á hsi.is