Æfingar yngri flokka komnar á fullt

Æfingar yngri flokka komnar á fullt

Handboltaæfingar yngri flokka eru komnar á fullt. Allar æfingar eru nú í Hleðsluhöllinni, íþróttahúsi FSu. Enn eitt árið eru það mikið til sömu þjálfararnir sem sinna þjálfun krakkann og er það hornsteinn af öflugu starfi handboltans á Selfossi en yngriflokkastarfið hefur verið í fremstu röð á landsvísu undanfarin ár.

Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir og öllum velkomið að koma að prófa án endurgjalds. Æfingatöfluna má sjá hér fyrir neðan.


Mynd: 7.flokkur kvenna á æfingu.