Æsispenna á Seltjarnarnesi

Æsispenna á Seltjarnarnesi

Stelpurnar okkar máttu sætta sig við tap á útivelli gegn Íslandsmeisturum Gróttu í Olís-deildinni á laugardag. Eftir spennuþrunginn leik þar sem Selfyssingar leiddu í hálfleik 12-15 náði Grótta að merja sigur 24-23.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 7 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 6, Adina Ghidoarca 4, Kristrún Steinþórsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 2 og þær Margrét Jónsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Selfoss er án stiga í deildinni að loknum tveimur umferðum en tekur á móti Val í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardag 24. september kl. 14:00.