Afar svekkjandi ósigur gegn Gróttu

Afar svekkjandi ósigur gegn Gróttu

Selfoss tók á móti Gróttu í Olís-deild kvenna í gær en liðin voru jöfn að stigum í 6.-7. sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda þó gestirnir hafi verið með frumkvæðið lengst af. Staðan í hálfleik hnífjöfn, 14-14 eftir góðan kafla Selfyssinga.

Spennan var ekki síðri í seinni hálfleik og þegar fimm mínútur lifðu leiks var staðan jöfn 25-25. Eftir það gekk allt á afturfótunum hjá heimakonum sem fundu ekki mark Gróttu það sem eftir lifði leiks meðan Grótta skoraði fimm mörk og hafði sigur 25-30.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12, Adina Ghidoarca, Dijana Radojevic, Carmen Palamaru og Perla Ruth Albertsdóttir 3 og Kristrún Steinþórsdóttir 1. Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 9 skot og Áslaug Ýr Bragadóttir 2.

Að loknum leik er Selfoss 7. sæti deildarinnar í hörkubaráttu við Fylki og Gróttu. Liðið sækir Valskonur heim í næstu umferð á laugardag kl. 13:30.

Hrafnhildur Hanna er langmarkahæst í Olís-deildinni.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE