Afar þægilegur sigur í Hafnarfirði

Afar þægilegur sigur í Hafnarfirði

Keppni hófst að nýju í 1. deildinni um seinustu helgi þegar Selfoss sótti ÍH heim í Hafnarfjörð. Úr varð afar ójafn leikur þar sem Selfyssingar leiddu allt frá upphafi og juku muninn jafnt og þétt allan leikinn. Staðan í hálfleik var 12-19 og lauk leiknum á því að Adam Örn Sveinbjörnsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir meistaraflokk og innsiglaði 23-38 sigur Selfyssinga.

Andri Már Sveinsson var markahæstur með 12 mörk, Atli Kristinsson, Sverrir Pálsson og Alexander Egan skoruðu 4 mörk, Eyvindur Hrannar Gunnarsson, Elvar Örn Jónsson og Guðjón Jónsson 3, Árni Geir Hilmarsson og Gunnar Páll Júlíusson 2, Örn Þrastarson og Adam Örn Sveinbjörnsson 1. Helgi Hlynsson varði 16 skot í marki Selfoss.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar eru jafnir Fjölnismönnum í 2.-3. sæti deildarinnar og mæta HK á heimavelli á föstudag kl. 19:30.

Andri Már átti stórleik gegn ÍH.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE

Tags: