Áframhaldandi samstarf við Hótel Selfoss

Áframhaldandi samstarf við Hótel Selfoss

Á dögunum skrifuðu fulltrúar handknattleiksdeildarinnar undir áframhaldandi samstarfssamning við Hótel Selfoss. Deildin er gríðarlega ánægð með samstarfið og hefur verið það undanfarin ár, en Hótel Selfoss hefur verið einn af tryggustu styrktaraðilum handbolta á Selfossi í gegnum árin.


Mynd: Nökkvi Dan Elliðason leikmaður Selfoss og Þórir Haraldsson formaður deildarinnar ásamt Ragnari J. Bogasyni hótelstjóra og Hrefnu Katrínardóttir yfirþjóni.