Mjaltavélin

Handknattleiksdeild Selfoss er með lið í meistaraflokki kvenna og karla. Annað árið í röð spila báðir meistaraflokkar félagsins í úrvalsdeild, Olís-deildinni, eftir mikla og góða uppbyggingu í yngri flokka starfi félagsins. Bæði lið eru ung og nánast eingöngu skipuð leikmönnum sem aldir eru upp hjá félaginu. Handboltaveturinn á Selfossi kemur til með að verða mjög fjörugur og mikið um að vera.

 

Handknattleiksdeildin leitar til velunnara handboltans á Selfossi og býður árskort sem gildir á alla heimaleiki meistaraflokks karla og kvenna í deildinni. Gildir ekki á bikarleiki og á úrslitakeppni. Framlög eru frjáls en árskort kostar að lágmarki kr. 20.000 sem má greiða í einu lagi eða dreifa á tíu mánuði sem er kr. 2.000 hver greiðsla.

 

Árskortshafi gerist félagi í Mjaltavélinni, stuðningsmannaklúbbi handknattleiksdeildarinnar, sem felur í sér eftirfarandi:

 

• Aðgangur á alla heimaleiki hjá meistaraflokki karla og meistaraflokki kvenna í deildarkeppni.
• Kaffi í hálfleik og eftir leik með leikmönnum og þjálfurum.
• Tölvupóstur – úrslit leikja og fréttir af félaginu, stórar sem smáar.
• Happdrætti – reglulega er dregnir út vinningar til meðlima Mjaltavélarinnar.
• Frátekin sæti á heimaleikjum.

 

Hægt er að hafa samband við stjórn handknattleiksdeildar á netfangið handbolti@umfs.is til að gerast félagi. Einnig má fylla út samning við Mjaltavélina og skila til stjórnar handknattleiksdeildarinnar.