Ragnarsmótið árið 2020 var haldið í 32. skipti dagana 16.-24. ágúst. Mótinu var skipt upp í karla- og kvennamót. Strákarnir spiluðu í tveimur riðlum. Í riðli með Selfoss voru Haukar og ÍR og í hinum riðlinum voru Afturelding, ÍBV og Stjarnan. Stelpurnar léku í einum riðli en þar mættu fjögur lið til leiks. Selfoss, Fjölnir/Fylkir, Haukar og ÍR. Haukar sigruðu bæði Ragnarsmót karla og kvenna. Hægt var að sjá alla leiki Ragnarsmótsins á SelfossTV og fylgjast með á facebook https://www.facebook.com/events/203136334457410/.