Ragnarsmótið 2009

FH-ingar unnu Ragnarsmótið

FH-ingar stóðu uppi sem sig- urvegarar á hinu árlega Ragn- arsmóti í handknattleik karla á Sel- fossi um nýliðna helgi. FH vann öruggan sigur á Akureyri, 36:29, í úrslitaleik sem aldrei þótti spenn-

andi. Selfoss vann tíu marka sigur á Val, 34:24, í leik um þriðja sætið í mótinu. Grótta lagði síðan Stjörn- una í viðureign um 5. sætið, 28:22.

Bjarni Fritzson úr FH var markahæsti leikmaður Ragn- arsmótsins. Hann skoraði 24 mörk, tveimur fleiri en Ragnar Jóhanns- son, Selfossi, og Ólafur Guðmunds- son, FH.

Besti markvörður mótsins var valinn Hafþór Einarsson, Akureyri. Sigurgeir Árni Ægisson, FH, þótti skara fram úr öðrum sem varn- armaður og fremstur jafningja með- al sóknarmanna var Ragnar Jó- hannsson, Selfossi. Besti leikmaður mótsins var Ólafur Guðmundsson, FH.