Ragnarsmótið 2011

Ragnarsmótið 2011 er það 22. í röðinni og fer fram dagana 31. ágúst – 3. september.

A-riðill: Fram, Haukar og Grótta
B-riðill: Selfoss, HK og Afturelding

Miðvikudagur 31. ágúst: 
Fram – Haukar => kl. 18:30
HK – Afturelding => kl. 20:00

Fimmtudagur 1. september: 

HK – Selfoss => kl. 18:30
Haukar – Grótta => kl. 20:00

Föstudagur 2. september:

Selfoss – Afturelding => kl. 18:30
Fram – Grótta => kl. 20:00

Laugardagur 3. september: 

Leikur um 5. sæti => kl. 12:00
Leikur um 3. sæti => kl. 14:00
Leikur um 1. sæti => kl. 16:00

Auk farandbikars sem veittur er fyrir sigur á mótinu og er í vörslu Selfoss síðan í fyrra verða veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti á mótinu. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta leikmann, besta sóknarmann, besta varnarmann, besta markmann og markahæsta leikmann.
Sérstök nefnd mun sjá um valið.

Frítt er inn á alla leiki í Ragnarsmótinu