Ragnarsmótið 2012

Búið er að raða niður leikjum fyrir Ragnarsmótið 2012. Mótið verður það 23. í röðinni og fer fram dagana 5. – 8. september.

Að venju verður mótið sterkt í ár. Nýliðar ÍR mæta til leiks með sterkt lið og gaman verður að sjá uppalda leikmenn sem snúið hafa aftur heim í Breiðholtið. Mosfellingar hafa einnig safnað liði og ættu að vera með sterkara lið en undanfarin ár. Framarar mæta einnig til leiks og með talsvert breytt lið frá leiktíðinni áður. Svo má ekki gleyma stórveldunum FH og Val. Það síðarnefnda er með engan annan en Patrek Jóhannesson sem nýjan þjálfara að Hlíðarenda. Því miður komust sigurvegararnir frá því í fyrra ekki í mótið. HK er að taka þátt í forkeppni fyrir meistaradeildina á sama tíma.

Auk farandbikars sem veittur er fyrir sigur á mótinu og er í vörslu HK síðan í fyrra verða veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti á mótinu. Einnig munu verða veitt einstaklingsverðlaun, sérstök nefnd sá um valið.

Mið 5. september
Kl. 18.30: ÍR – Valur
Kl. 20.00: Fram – FH

Fim 6. september
Kl. 18.30: Fram – Selfoss
Kl. 20.00: Valur – UMFA

Fös 7. september
Kl. 18.30: Selfoss – FH
Kl. 20.00: ÍR – UMFA

Lau 8. september
Kl. 12.00 – Leikur um 5. sæti: Selfoss 24(5) – (6)24 Valur
Kl. 14.00 – Leikur um 3. sæti: FH 43 – 32 ÍR
Kl. 16.00 – Leikur um 1. sæti: Afturelding 29(4)-(1)29 Fram

Staðan að lokinni riðlakeppni

A-riðill B-riðill
Lið Stig Lið Stig
Afturelding Fram
ÍR FH
Valur Selfoss

 

1.sæti Afturelding
2.sæti Fram
3.sæti FH
4.sæti ÍR
5.sæti Valur
6.sæti Selfoss

Einstaklingsverðlaun

 

Markahæsti leikmaður Björgvin Hólmgeirsson, 24 mörk (ÍR)

 

Besti markmaður Davíð Svansson (Afturelding)

 

Besti varnarmaður Sverrir Hermannsson (Afturelding)

 

Besti sóknarmaður Einar Sverrisson (Selfoss)

 

Besti leikmaður Jóhann Gunnar Einarsson (Fram)

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.