Ragnarsmótið í handbolta árið 2013 var haldið í Íþróttahúsi Vallaskóla 4. – 7. september. Handknattleiksdeild Selfoss hélt mótið í samstarfi við VÍS og fjölskyldu Ragnars Hjálmtýssonar, sem lést ungur í bílslysi. Mótið er æfingamót fyrir leikmenn og dómara áður en handboltavertíðin hefst.
Liðin sem tóku þátt árið 2013 voru bikarmeistarar ÍR, Afturelding, sem sigraði Ragnarsmótið 2012, HK, ÍR, ÍBV og að sjálfsögðu Selfoss.
Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið á mótinu auk þess sem sigurliðið fékk farandbikar til varðveislu í eitt ár. Að loknu móti voru veitt einstaklingsverðlaun, en sérstök nefnd sá um valið.