Ragnarsmótið 2014

Ragnarsmótið í handbolta árið 2014 var haldið í Íþróttahúsi Vallaskóla 3. – 6. september. Handknattleiksdeild Selfoss hélt mótið í samstarfi við VÍS og fjölskyldu Ragnars Hjálmtýssonar, sem lést ungur í bílslysi.

 

Auk heimamanna taka þátt í mótinu í ár Olísdeildarlið HK, Stjörnunnar, Vals og Aftureldingar og 1. deildarlið Gróttu.

 

Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið á mótinu auk þess sem sigurliðið fær farandbikar til varðveislu í eitt ár. Bikarinn var í vörslu ÍBV sem sigraði mótið árið 2013.

 

Að loknu móti voru veitt einstaklingsverðlaun, en sérstök nefnd sá um valið.

Miðvikudagur 3. september
Kl. 18:30 HK 21-25 Stjarnan
Kl. 20:00 Grótta 13-33 Valur

 

Fimmtudagur 4. september
Kl. 18:30 Afturelding 22-22 Valur
Kl. 20:00 Selfoss 25-25 Stjarnan

 

Föstudagur 5. september
Kl. 18:30 Afturelding 26-29 Grótta
Kl. 20:00 Selfoss 27-33 HK

 

Laugardagur 6. september
5.sæto kl. 12:00 Selfoss 27-31 Afturelding
3.sæti kl. 14:00 HK 31-32 Grótta
1.sæti kl. 16:00 Valur 33-29 Stjarnan

Lokastaðan í riðlakeppninni

 

A riðill B riðill
Stjarnan 3 stig Valur 3 stig
HK 2 stig Grótta 2 stig
Selfoss 1 stig Afturelding 1 stig

Einstaklingsverðlaun

 

Markahæsti leikmaður Sverrir Pálsson, 21 mark (Selfoss)

 

Besti markmaður Hlynur Morthens (Valur)

 

Besti varnarmaður Guðmundur Hólmgeirsson (Valur)

 

Besti sóknarmaður Starri Friðriksson (Stjarnan)

 

Besti leikmaður Guðmundur Hólmgeirsson (Valur)

Valur sigraði Ragnarsmótið 2014