Ragnarsmótið 2015

Ragnarsmótið árið 2015 var í fyrsta skipti í sinni 25 ára sögu haldið bæði í karla- og kvennaflokki. Mótið var haldið í íþróttahúsi Vallaskóla 19.-21. ágúst í karlaflokki og 2.-5. september í kvennaflokki. Handknattleiksdeild Selfoss hélt mótið í samstarfi við VÍS og fjölskyldu Ragnars Hjálmtýssonar, sem lést ungur í bílslysi. Mótið er æfingamót fyrir leikmenn og dómara áður en handboltavertíðin hefst.

 

Strákarnir riðu á vaðið og ásamt heimamönnum tóku þátt í mótinu Olís-deildarlið Fram, Vals og Hauka. Í fyrsta skipti var mótið leikið í einum riðli með fjórum liðum. Sigurliðið fékk farandbikar til varðveislu í eitt ár. Bikarinn var í vörslu Vals sem sigraði mótið árið 2014 en týndu þeir bikarnum og því varð að kaupa nýjan! Í kvennaflokki var leikið í hefðbundnum stíl, í tveimur riðlum og svo úrslitaleikir á laugardegi. Ásamt heimakonum tóku þátt Olís-deildarlið FH, Fram, Gróttu, HK og ÍBV. Að loknu móti voru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti ásamt því að sigurliðið fékk farandbikar til varðveislu í eitt ár. Einnig voru veitt einstaklingsverðlaun, en sérstök nefnd sá um valið.

Ragnarsmót karla

Mið 19. ágúst
Kl. 18:30 Selfoss 23 – 30 Haukar
Kl. 20:00 Valur 27 – 23 Fram

 

Fös 21. ágúst
Kl. 18:30 Haukar 27 – 26 Valur
Kl. 20:00 Fram 37 – 23 Selfoss

 

Lau 22. ágúst
Kl. 12:00 Haukar 27 – 26 Fram
Kl. 14:00 Selfoss 17 – 23 Valur

Lokastaðan í riðlakeppninni

 

Lið Stig
Haukar 6 stig
Valur 4 stig
Fram 2 stig
Selfoss 0 stig

Einstaklingsverðlaun

 

Markahæsti leikmaður Sigurður Örn Þorsteinsson (Fram)

 

Besti markmaður Sigurður I. Ólafsson (Valur)

 

Besti varnarmaður Orri Freyr Gíslason (Valur)

 

Besti sóknarmaður Hergeir Grímsson (Selfoss)

 

Besti leikmaður Janus Daði Smárason (Haukar)

Haukar voru sigurvegarar Ragnarsmóts karla

Ragnarsmót kvenna

Mið 2. september
Kl. 18:15 ÍBV 25 – 25 HK
Kl. 20:00 Selfoss 28 – 20 FH

 

Fim 3. september
Kl. 18:15 HK 15 – 31 Grótta
Kl. 20:00 Selfoss 29 – 30 Fram

 

Fös 4. september
Kl. 18:15 FH 18 – 22 Fram
Kl. 20:00 Grótta 27 – 27 ÍBV

Úrslit

Lau 5.  september 
5. sæti kl. 12:00 HK 19 – 16 FH
3. sæti kl. 14:00 Selfoss 33 – 30 ÍBV
1. sæti kl. 16:00 Fram 19 – 13 Grótta

Lokastaðan í riðlakeppninni

 

A-riðill B-riðill
Fram 4 stig Grótta 3 stig
Selfoss 2 stig ÍBV 2 stig
FH 0 stig HK 1 stig

Einstaklingsverðlaun

 

Markahæsti leikmaður Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, 22 mörk (Selfoss)

 

Besti markmaður  Guðrún Ósk Maríasdóttir (Fram)

 

Besti varnarmaður Sunnar María Einarsdóttir (Grótta)

 

Besti sóknarmaður Hildur Þorgeirsdottir (Fram)

 

Besti leikmaður Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Selfoss)

Fram voru sigurvegarar Ragnarsmóts karla