Ragnarsmótið árið 2017 var haldið í 27.skipti dagana 21.-26. ágúst. Mótinu var skipt upp í karla- og kvennamót. Stelpurnar byrjuðu mótið og mættu Val, ÍBV og Fram. Strákarnir tóku síðan við og mættu HK, Fjölni og ÍR. Fram sigraði Ragnarsmót kvenna og Selfoss sigraði Ragnarsmót karla. Hægt að sjá alla leiki Ragnarsmótsins á SelfossTV.