Ragnarsmótið árið 2018 var haldið í 28. skipti dagana 8.-20. ágúst. Mótinu var skipt upp í karla- og kvennamót. Strákarnir riðu á vaðið og var mótinu þar skipt upp í tvo riðla. Í riðli með Selfoss voru ÍR og ÍBV og í hinum riðlinum voru Afturelding, Haukar og Víkingur. Stelpurnar tóku síðan við en þar mættu fjögur lið til leiks. Selfoss, Afturelding, Haukar og Fjölnir. Selfoss sigraði Ragnarsmót kvenna og Haukar sigruðu Ragnarsmót karla. Hægt var að sjá alla leiki Ragnarsmótsins á SelfossTV og fylgjast með á facebook https://www.facebook.com/events/216727869043427/.