Alexander framlengir við Selfoss

Alexander framlengir við Selfoss

Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss. Alexander er ungur og efnilegur markmaður og hefur staðið sig gríðarlega vel í yngri flokkum og með U-liðinu síðastliðið tímabil. Alexander mun því skipa öflugt markmannsteymi meistaraflokks karla í vetur ásamt þeim Sölva Ólafssyni og Einari Baldvini Baldvinssyni. Þeir verða undir handleiðslu Gísla Rúnars Guðmundssonar, markmannsþjálfara liðsins.


Alexander Hrafnkelsson verður hluti af öflugu markmannsteymi Selfoss í vetur.
Umf. Selfoss / ÁÞG