
12 feb Allt á fullu hjá yngri flokkunum

Tvær seinustu helgar hafa yngri flokkar handboltans tekið fullan þátt í Íslandsmótinu. Má nefna að strákarnir í 5. og 6. flokki unnu sigur í 1.deild Íslandsmótsins um seinustu helgi.
Það var einnig til tíðinda að í 5. flokki tefldu Selfyssingar fram fjórum liðum en næstu félög voru einungis með tvö.