Allt of stórt tap

Allt of stórt tap

Mfl. kvenna mátti þola stórt tap í dag á móti Fram í Olísdeildinni.

Fyrri hálfleikur var mjög flottur, jafnt á tölum og staðan 12-12 í hálfleik þó svo markvörður Selfoss hafi aðeins verið með einn varinn bolta í hálfleiknum. Liðið var að spila fína vörn og sóknin gekk líka vel.

Eftir hlé var eins og allt annað lið kæmi inn á völlinn en vörn Fram náði að loka á sóknir Selfoss og náðu heimakonur fljótlega góðu forskoti. Við þetta varð ákveðið vonleysi hjá Selfoss sem gafst upp, gerði mikið af mistökum og allt of stórt tap því staðreynd og lokatölur 28-15.

Allt of stórt tap eftir leikhlé en stelpurnar í Selfoss náðu aðeins að setja boltann þrisvar í netið seinni hálfleik. Nú er bara að setja þennan leik í reynslubankann og byrja að hugsa um næsta leik sem verður á heimavelli laugardaginn 8. mars kl. 13:30 þegar Stjarnan kemur í heimsókn.

Markahæstar í liði Selfoss í dag voru Hrafnhildur Hanna með 8 mörk og Þuríður með 4 mörk.

Á mynd: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.

Tags: