Andri Már framlengir við Selfoss

Andri Már framlengir við Selfoss

Andri Már Sveinsson hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár.

Andri lék 17 leiki með Selfoss í 1. deildinni í fyrra og skoraði í þeim 48 mörk, hann hefur hins vegar verið mjög óheppinn með meiðsli síðustu ár og til að mynda slitið krossband tvisvar. Andri hefur komið sterkur til baka og er mjög gaman að sjá menn koma svo sterka til baka eftir jafn erfið meiðsli.

Mikil ánægja er innan félagsins að Andri Már hafi skrifað undir nýjan samning og verður hann einn af burðarásum liðsins á næstu árum.