Árangur yngri flokka til fyrirmyndar

Árangur yngri flokka til fyrirmyndar

Keppni á Íslandsmóti yngri flokka í handbolta lauk um seinustu mánaðarmót. Selfoss átti lið í öllum árgöngum sem öll stóðu sig vel og voru félaginu til sóma.

5. flokkur eldra ár vor 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Strákarnir á eldra ári í 5. flokki, sem luku keppni á Íslandsmótinu í lok apríl, gerðu þeir sér lítið fyrir og urðu meistarar í efstu deild með því að vinna alla sína leiki. Þeir hafa tekið miklum framförum í vetur en þeir byrjuðu tímabilið í 2. deild.

6. flokkur vor 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Drengirnir í 6. flokki gerðu góða ferð á Akureyri í lok apríl þar sem þeir urðu deildarmeistarar. Flokkurinn í heild sinni var til mikillar fyrirmyndar og stóð sig vel jafnt innan sem utan vallar.

6. flokkur yngra ár 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir strákar í 6. fl yngri tóku við verðlaunum fyrir 3.sæti á íslandsmóti veturinn 13/14. Frábær árangur hjá frábærum drengjum.

Myndir: Umf. Selfoss/Eyþór Lárusson