Ari Sverrir framlengir við Selfoss

Ari Sverrir framlengir við Selfoss

Ari Sverrir Magnússon framlengdi á dögunum við Selfoss til tveggja ára.  Ari Sverrir lék með U-liði og 3. flokki Selfoss síðasta vetur ásamt því að taka sín fyrstu skref með meistaraflokki.  Hann kláraði svo veturinn á því að útskrifast úr Handboltaakademíu Selfoss.  Ungur og efnilegur leikmaður sem spennandi verður að fylgjast með í vetur.


Mynd: Ari Sverrir Magnússon á heimavelli í Hleðsluhöllinni.
Umf. Selfoss / ÁÞG