Arna Kristín aftur heim

Arna Kristín aftur heim

Arna Kristín Einarsdóttir hefur samið við handnkattleiksdeild Selfoss. Arna Kristín, sem er 24 ára hornamaður, er Selfyssingum að góðu kunn, en hún lék með meistaraflokk Selfoss á árunum 2016-2018. Hún er uppalinn hjá ÍR en spilaði með KA/Þór frá 10 ára aldri. Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að fá Örnu aftur heim, en hún mun verða meistaraflokki kvenna góður liðssturkur fyrir næsta vetur!

Mynd: Arna Kristín Einarsdóttir
Umf. Selfoss / ÁÞG