Arna Kristín til liðs við Selfoss

Arna Kristín til liðs við Selfoss

Arna Kristín Einarsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Arna Kristín kemur til liðs við Selfoss frá KA/Þór þar sem hún hefur spilað síðustu ár. Hún hóf sinn handboltaferil hjá ÍR en hefur spilað fyrir KA/Þór frá 10 ára aldri, hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik haustið 2014.

Arna Kristín er öflugur hornamaður sem skoraði 119 mörk í 25 leikjum á síðasta tímabili. Hún hefur verið kölluð til æfinga með yngri landsliðum Íslands á undanförnum árum.

Handknattleiksdeild Selfoss býður Örnu Krístínu hjartanlega velkomna á Selfoss og lýsir yfir mikilli ánægju með þennan mikla feng fyrir Selfoss.

 

 

Á mynd: Magnús Matthíasson formaður handknattleiksdeildar Selfoss og Arna Kristín