Aron Óli og Teitur í landslið U-16

Aron Óli og Teitur í landslið U-16

Dagana 5.-7. desember mun U-16 ára landslið karla æfa saman og spila tvo æfingaleiki við A-landslið kvenna. Tveir Selfyssingar hafa verið valdir í 30 manna hóp fyrir þetta verkefni. Það eru þeir Aron Óli Lúðvíksson og Teitur Einarsson.

Mæting er í Mýrinni í Garðabæ fimmtudaginn 5. desember kl. 19:30, byrjað verður á fundi og svo verður fyrsta æfingin þar strax á eftir. Einnig verður æft seinni part föstudags og á laugardagsmorgun. Leikirnir við A-landslið kvenna verða á föstudagskvöld kl. 19 og á laugardag kl. 13:30 og verða báðir í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ.

Landsliðsþjálfarar eru Kristján Arason og Konráð Olavsson.
Tags: