Árskortin komin í sölu

Árskortin komin í sölu

Sala árskorta er komin á fullt og mælum við auðvitað með því að fólk grípi eitt fyrir sig og annað fyrir einhvern sem því þykir vænt um. Gleðin er mætt og nú grípum við hana öll og styðjum liðin okkar í allan vetur! Hægt er að velja um fjórar gerðir af árskortum.

Platínumkort: Kortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki og leiki í úrslitakeppni og umspili meistaraflokks karla, kvenna og U-liða Selfoss á heimavelli. Forgangur í miðakaup fyrir bikarleiki. 35.000 kr

Gullkort: Kortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks karla, kvenna og U-liða Selfoss á heimavelli. Gildir ekki á bikarleiki eða leiki í úrslitakeppni og umspili. 20.000 kr

Silfurkort karla: Kortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks karla á heimavelli í Olísdeildinni. Gildir ekki á bikarleiki eða leiki í úrslitakeppni. 15.000 kr

Silfurkort kvenna: Kortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks kvenna á heimavelli í Grill 66 deildinni. Gildir ekki á bikarleiki eða leiki í umspili. 7.500 kr

Árskortin eru meðal annars fáanlega í vefverslun Selfoss!

Athugið að árskortshafar fá forgang á leiki á meðan fjöldatakmarkanir gilda.