Atli Ævar áfram hjá Selfoss

Atli Ævar áfram hjá Selfoss

Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt við Selfoss til tveggja ára.  Eru þetta mjög svo ánægjulegar fréttir enda var Atli Ævar einn besti línumaðurinn í Olísdeildinni í vetur og skorað þar 81 mark.  Handknattleiksdeildin er ánægð með að halda þessum öfluga leikmanni innan sinna raða og verður hann án efa áfram einn af lykilmönnum liðsins.

Til baka