Atli Hjörvar kominn heim

Atli Hjörvar kominn heim

Atli Hjörvar Einarsson skrifaði undir samning við Selfoss nú í vikunni, mun hann spila með liði Selfoss a.m.k út þetta tímabil. Atli fór frá Selfossi haustið 2011, spilaði með FH einn vetur en hann hefur spilað lykilhlutverk með liði Víkings síðastliðið eitt og hálft ár.

Koma Atla mun án efa styrkja lið Selfoss en hann spilar sem línumaður og er öflugur varnarmaður.

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss býður Atla Hjörvar velkominn til baka en það er alltaf ánægjulegt þegar leikmenn snúa aftur til að spila með sínu uppeldisfélagi.