Atli Kristinsson með slitið krossband og verður ekki meira með

Atli Kristinsson með slitið krossband og verður ekki meira með

Heimasíðan fékk þær slæmu fréttir að Atli Kristinsson sleit krossbandið og verður núna frá í allt að ár. Augljóst er að þetta er gífurlega mikil blóðtaka fyrir Selfoss liðið, en Atli hefur verið mikilvægur bæði sóknarlega og varnarlega og einnig mikill leiðtogi í liðinu. Heimasíðan vill svo taka það fram að Atli var ranglega orðaður við Akureyri í sumar og auðvitað ekkert til í þeim sögum. Enda Atli alltaf verið traustur Selfyssingur og verður hans sárt saknað. Heimasíðan óskar honum skjóts bata og vonar að hann komi tvífalt sterkari til baka.