Átta marka sigur hjá stelpunum

Átta marka sigur hjá stelpunum

Selfoss sigraði HK U örugglega í kvöld með átta mörkum, 30-22, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni í Grill 66 deild kvenna.

Selfoss byrjaði leikinn illa og komust HK-stelpur tveimur mörkum yfir, 0-2. Það tók liðin nokkrar mínútur að finna taktinn, en nokkuð var um mistök í upphafi.  Stelpurnar fínstilltu sinn leik og tóku fljótt yfirhöndina og leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10. Heimastelpur spiluðu áfram góða vörn og áttu gestirnir í töluverðum vandræðum í uppstilltum sóknarleik, en þær skoruðu mörg sinna marka úr hraðaupphlaupum.  Selfyssingar juku forskotið og að lokum tryggðu þær átta marka sigur, 30-22.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 12,Hulda Dís Þrastardóttir 6, Rakel Guðjónsdóttir 5, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Sólveig Erla Oddsdóttir 2/1, Agnes Sigurðardóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 1

Varin skot: Henriette Östergard 15 (40%)

Selfoss situr áfram í 3. sæti deildarinnar með 26 stig, þremur stigum á eftir FH. Næsti leikur stúlknanna er gegn ÍBV U í Eyjum næstkomandi sunnudag, strákarnir taka hins vegar á móti Aftureldingu á morgun, mánudag kl. 19:30 í Hleðsluhöllinni.


Katla María fór mikinn í leik Selfyssinga og skoraði 12 mörk í leiknum
Sunnlenska.is / GKS