
09 ágú Besti árangur U-20 ára liðs á EM

Íslenska landsliðið í handbolta sem tryggði sér 7. sæti á EM U-20 í Danmörku sem er besti árangur U-20 liðs Íslands á EM. Með liðinu leika Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Grétar Ari Guðjónsson og Ómar Ingi Magnússon og sjúkraþjálfari er Selfyssingurinn Jón Birgir Guðmundsson.
Á ljósmyndinni sem er af vef HSÍ eru strákarnir ásamt liðsstjórn að loknum seinasta leik.