Bikarkeppni – yngri flokkar

Bikarkeppni – yngri flokkar

Þriðji flokkur kvenna og þriðji flokkur karla í handbolta eru báðir komnir í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni.  Stelpurnar halda til Vestmannaeyja á morgun fimmtudag en þær eiga erfiðan leik fyrir höndum þar.  Strákarnir í þriðja flokki eiga svo leik á móti sprækum Haukastrákum, sunnudaginn 16. febrúar klukkan 15:40, samkvæmt heimasíðu HSÍ. Sá leikur fer fram í Hafnafirði.  Glæsilegur árangur hjá ungu og efnilegu handboltafólki.  Fólk er hvatt til að mæta á þessa leiki og fylgjast með framtíðar handboltafólki Selfoss. Úrslitaleikirnir verða svo sunnudaginn 2. mars í Laugardalshöllinni, en þangað er stefnan að sjálfsögðu sett. 

Baráttukveðjur og áfram Selfoss!

Meðfylgjandi myndir tók Inga Heiða Heimisdóttir af 3.fl.kvenna og 3.fl.karla