Boltaskóli fyrir 2-4 ára káta krakka

Boltaskóli fyrir 2-4 ára káta krakka

Loksins er komið að því að  2-4 ára börn geta komið í boltaskóla Selfoss.

Boltaskólinn verður í íþróttahúsi Vallaskóla á sunnudögum frá kl. 10:00-10:50 fram að jólum.

Byggt verður upp á fjölbreyttum boltastöðvum þar sem komið er inn á allar helstu boltagreinar og eru foreldrar virkir þátttakendur með börnunum.

Tímarnir eru 27. nóvember, 4. desember, 11. desember og 18. desember,

Hægt er að skrá á staðnum eða senda skráningar til Sigrúnar Örnu í síma 697-3788 og sigrunarnab@gmail.com eða til Hilmars í síma 698-0007.

Verð er 2.500 kr. fyrir þessa fjóra tíma og er tekið við greiðslu á staðnum.

Tags: