
27 sep Bóndagur

Á morgun 28. september verður meistaraflokkur karla í handbolta með sinn árlega bóndag.
Strákarnir verða klárir að taka á móti bílum kl 9:00 í fyrramálið og verða að þangað til allir bílarnir sem mæta verða orðnir skínandi hreinir.
Bílum er skipt í tvo verðflokka:
- Fólksbíll kr. 10.000
- Jeppi kr. 14.000
Strákarnir verða með aðstöðu við hliðina á Flytjanda í litlu Gagnheiðinni.
Allar nánari upplýsingar gefur Atli Kristinsson í síma 696 8280.