Brons hjá Guðjóni Baldri

Brons hjá Guðjóni Baldri

Guðjón Baldur Ómarsson og félagar í U-17 ára landsliði Íslands tryggðu sér þriðja sætið á European Open með sigri á Noregi í Scandinavium höllinni í Gautaborg.

Þriðja sæti á European Open verður að teljast frábær árangur liðinu, strákarnir uxu með hverjum leik og mynduðu frábæra liðsheild sem hjálpaði þeim í gegnum hvern leikinn á fætur öðrum í mótinu.

Næsta verkefni U-17 ára landsliðs karla er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí en þangað fer annar hópur leikmanna sem inniheldur Selfyssinginn Hauk Þrastarson.