Daníel Karl framlengir

Daníel Karl framlengir

Daníel Karl Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss. Daníel, sem er aðeins 19 ára gamall, steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur og stimplaði sig þar rækilega inn.  Handknattleiksdeildin fagnar þessum tíðindum og verður gaman að fylgjast með Daníel og öllum þeim fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum sem eru að koma upp í yngriflokkastarfinu á Selfossi á komandi árum.


Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG