Deildarmeistarar í 3. flokki

Deildarmeistarar í 3. flokki

Selfyssingar mættu Haukum í 3. flokki karla í handbolta í gær og að loknum leik fengu strákarnir afhentan bikar sem deildarmeistarar í 3. flokki karla í handbolta.

Selfoss sigraði Hauka 31-30, en síðastliðinn sunnudag sigruðu Selfyssingar Framara 29-28 og tryggðu að ekkert lið næði þeim að stigum.

Þetta er annar titill liðsins á skömmum tíma en liðið varð bikarmeistari á dögunum. Þriðji titillinn er svo í boði því framundan er úrslitakeppni deildarinnar þar sem keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í flokknum. Deildarkeppninni lýkur þriðjudaginn 15. apríl og hefst úrslitakeppnin í framhaldinu.

Sjá nánar á Sunnlenska.is.