Deildarmeistarar krýndir í kvöld

Deildarmeistarar krýndir í kvöld

Um seinustu helgi tryggðu strákarnir í 3. flokki sér deildarmeistaratitilinn í handknattleik þegar þeir lögðu Fram að velli með eins marks mun í æsispennandi leik í Vallaskóla. Þrátt fyrir að eiga þrjá leiki eftir getur ekkert lið náð þeim að stigum.

Í kvöld mæta strákarnir Haukum í Vallaskóla og hefst leikurinn kl. 19:45. Að loknum leik fá þeir afhentan bikar fyrir sigur í deildinni. Hvetjum fólk til að fjölmenna í Vallaskóla til að styðja strákana og taka þátt í gleðinni.

Deildarkeppninni lýkur þriðjudaginn 15. apríl og hefst úrslitakeppnin í framhaldi af því.

Hægt er að skoða stöðuna í 3. flokki á heimasíðu HSÍ.