Dregið í 8-liða úrslit Bikarsins

Dregið í 8-liða úrslit Bikarsins

Dregið var í 8-liða úrslit Coca Cola bikars HSÍ í dag.  16-liða úrslit munu fara fram í vikunni, þar fer meistaraflokkur karla í Breiðholt á miðvikudaginn og leikur við ÍR sem er efsta lið Grill 66 deildarinnar og meistaraflokkur kvenna tekur á móti Olísdeildarliði Hauka á fimmtudagskvöld í Set höllinni.

Komist liðin okkar í gegnum 16-liða úrslit er því ljóst að stelpurnar munu mæta Val og strákarnir mæta sigurvegurum í viðureign Kórdrengja og ÍBV.  8-liða úrslit munu verða leikin um næstu helgi.  Hér að neðan er drátturinn í heild sinni.

Coca Cola bikar karla
Valur/HK – Vængir Júpíters/Víkingur
Stjarnan/KA – Grótta/Haukar
Hörður/FH – Þór
ÍR/Selfoss – Kórdrengir/ÍBV

Coca Cola bikar kvenna
Valur – Selfoss/Haukar
ÍR/Grótta – Víkingur/Fram
Fjölnir/Fylkir eða ÍBV – FH/Stjarnan
KA/Þór – Afturelding/HK