Akureyrarþema þegar dregið var bikarnum

Akureyrarþema þegar dregið var bikarnum

Dregið var í 16-liða úrslit karla og kvenna í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola bikarnum, í hádeginu í dag.

Strákarnir munu heimsækja Þór Akureyri og Stelpurnar fá Olísdeildarlið KA/Þór í Hleðsluhöllina.  Þess má geta að Mílan, vinafélag Selfoss, mætir ÍR í Hleðsluhöllinni.

Leikurinn hjá stelpunum mun fara fram í kringum 6. nóvember, en leikirnir hjá strákunum og Mílan munu fara fram í kringum 21. nóvember.  Leiktíminn mun skýrast nánar á næstu dögum.

Bikardrátturinn í heild leit svona út:

 • 16-liða Coca Cola bikars karla:
  Stjarnan – HK
  Haukar – Valur
  Grótta – FH
  Afturelding – KA
  Þróttur – ÍBV
  Fjölnir – Fram
  Mílan – ÍR
  Þór – Selfoss

 

 • 16-liða Coca Cola bikars kvenna:
  Selfoss – KA/Þór
  Haukar – ÍBV
  HK – Afturelding
  Fylkir – Fjölnir
  ÍR – Grótta
  Víkingur – FH
  Stjarnan – Fram