Dregið í Coca-Cola bikarnum

Dregið í Coca-Cola bikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppninnar, Coca-Cola bikarinn. 

Meistaraflokkur kvenna var í pottinum ásamt 15 öðrum liðum og dróust þær á móti Fjölni.  Þær munu því fara í heimsókn í Grafarvoginn einhvertíma á tímabilinu 1.-3. nóvember.  Endanlegur leiktími verður kynntur betur á samfélagsmiðlum þegar hann liggur fyrir.

Meistaraflokkur karla situr hjá í fyrstu umferð.  Þeir bætast svo við í pottinn í næstu umferð.  Hér eru svo nánari upplýsingar um aðrar viðureignir.