Dregið í Coca-Cola bikarnum

Dregið í Coca-Cola bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit bikarkeppni karla í dag.  Það er ljóst að Selfoss fer í heimsókn til Fram.  Fyrir þau ykkar sem ekki muna þá tapaði Selfoss fyrir Fram í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins á síðustu leiktíð eftir framlengingu og vítakeppni.  Það er því harma að hefna!

Bræður okkar í ÍF Mílan munu hins vegar taka á móti Þrótti í Hleðsluhöllinni.  Mílan leika núna í utandeildinni en Þróttur eru í Grill 66-deildinni (1. deildin).

Þessir leikir sem og aðrir leikir í 16. liða úrslitum Coca-Cola bikarsins munu fara fram 12. og 13.  desember.  Nánari upplýsingar um aðrar viðureignir er hægt að lesa um á Sunnlenska.