Dregið í Coca Cola bikarnum

Dregið í Coca Cola bikarnum

Dregið var í 16 og 8 liða úrslit Coca Cola bikarsins í hádeginu í dag.  Strákarnir okkar eiga enn eftir leik gegn Haukum í 32 liða úrslitum, en fer sá leikur fram laugardaginn 3. apríl á Ásvöllum.  Stelpurnar okkar voru einnig í pottinum og sama má segja um vini okkar í ÍF Mílan.  Leikir 16 og 8 liða úrslita munu fara fram helgina 8.-11 apríl.  Stelpurnar fengu heimaleik gegn FH í 16 liða úrslitum.  Sigurvegarinn úr þeim leik fer í heimsókn til Víkings.  Komist strákarnir í gegnum Hauka bíður hinn helmingur Hafnarfjarðar eftir þeim, en þeirra bíður útileikur gegn FH.  Sigurvegarinn úr þeim leik mætir svo sigurvegaranum úr leik Víkings og Vals.  Frændur vorir í ÍF Mílan fá Fjölni í Hleðsluhöllina.  Sigurvegarinn í þeim leik fær svo Aftureldingu eða ÍBV í heimsókn.

Hér er svo bikardráttur dagsins í heild sinni:

16 liða úrslit karla:
FH – Haukar eða Selfoss
Vængir Júpíters – KA
Grótta – Stjarnan
Afturelding – ÍBV
Kría – ÍR
HK – Fram
Víkingur – Valur
ÍF Mílan – Fjölnir

8 liða úrslit karla:
Kría eða ÍR – HK eða Fram
Grótta eða Stjarnan – Vængir Júpíters eða KA
Afturelding eða ÍBV – ÍF Mílan eða Fjölnir
Víkingur eða Valur – FH eða Haukar/Selfoss

16 liða úrslit kvenna:
Selfoss – FH
ÍR – Haukar
Grótta – ÍBV
Fjölnir/Fylkir – KA/Þór
HK – Valur
Afturelding – Stjarnan

8 liða úrslit kvenna:
Víkingur – Selfoss eða FH
Afturelding eða Stjarnan – Fjölnir/Fylkir eða KA/Þór
Grótta eða ÍBV – HK eða Valur
ÍR eða Haukar – Fram