Dregið í Coca Cola bikarnum

Dregið í Coca Cola bikarnum

Í gær var dregið í 16 liða úrslit kvenna og 32 liða úrslit karla í Coca Cola bikarnum. Jafnframt var skrifað undir samstarfssamning við Vífilfell til næstu þriggja ára en keppnin mun áfram bera heitið Coca Cola bikarinn.

Stelpurnar okkar sækja FH heim en önnur lið sem mætast í 16 liða úrslitum kvenna eru: Fram-Grótta, Fjölnir-Fylkir, HK-KA/Þór, Afturelding-ÍR, ÍBV 2-Haukar og Stjarnan-ÍBV. Íslandsmeistarar Vals sitja hjá. Viðureignirnar í 16 liða úrslitum kvenna verða leiknar 11. og 12. nóvember nk.

Hjá strákunum sitja ellefu lið hjá í 32 liða úrslitum. Selfyssingar voru hins vegar eitt tíu liða sem dregið var úr hattinum og leika um fimm laus sæti í 16 liða úrslitum. Strákarnir fá verðugt verkefni á heimavelli þegar Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Val mæta í íþróttahús Vallaskóla. Viðureignirnar í 32 liða úrslitum karla verða leiknar 9. og 10. nóvember nk.

Önnur lið sem mætast í bikarnum eru Grótta-ÍR, KR 2-Víkingur, Fjölnir 2-Fram og ÍH-Afturelding. Þar sitja hjá Akureyri, FH, Fjölnir, Haukar, Haukar 2, HK, ÍBV, ÍBV 2, KR, Stjarnan, Þróttur.

Tags:
,