Dregið í Símabikarnum í karla og kvennaflokki

Dregið í Símabikarnum í karla og kvennaflokki

Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit í símabikar karla og kvenna. Bæði Selfoss liðin voru i dráttinum og fengu strákarnir ÍBV heima og stelpurnar gífurlega erfiðan leik gegn bikarmeisturum Val heima. Einnig var tilkynnt nýtt fyrirkomulag á bikarhelginni. En hér eftir verða undanúrslitin spiluð á föstudegi hjá körlunum, laugardegi hjá konunum og úrslitin spiluð á sunnudegi. Þetta fyrirkomulag er svipað og tíðkast í meistaradeildinni og þýska bikarnum svokölluð „final four“ helgi.

Hjá konunum mætast:
ÍBV 2 – Fram
Selfoss – Valur
FH – ÍBV/Afturelding
Grótta – HK

Leikið verður 5./6. febrúar

Hjá körlunum mætast:
Akureyri – FH
Þróttur – Stjarnan
ÍR – Haukar
Selfoss – ÍBV

Leikið verður 10./11. febrúar