Efnilegur árgangur 2009

Efnilegur árgangur 2009

Strákarnir í 6. flokki (fæddir 2009) gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1. deildina í sínum aldursflokki um síðastliðna helgi.

Þeir eru þ.a.l. í forystu á Íslandsmótinu þegar ein umferð er eftir. Stelpurnar í sama aldurflokki urðu í öðru sæti í 1. deild á sama móti og eru einnig í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Sannarlega efnilegur árgangur þar á ferð sem á framtíðina fyrir sér.