Einar í afrekshóp HSÍ

Einar í afrekshóp HSÍ

Selfyssingurinn Einar Sverrisson er í sérstökum afrekshóp HSÍ sem Geir Sveinsson hefur valið til æfinga með U-21 árs landsliðinu. Markmið hópsins er að undirbúa fleiri leikmenn fyrir A landsliðið í framtíðinni. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson stýra æfingum u-21 árs landsliðsins og afrekshópsins.