Einar stýrði U19 til sigurs

Einar stýrði U19 til sigurs

U-19 ára landslið karla vann glæstan sigur á Svíum 31-29 í úrslitaleik á Opna Evrópumótinu sem fram fór samhliða handboltamótinu Partille Cup í Svíþjóð. Liðið er með Selfyssingana Elvar Örn Jónsson og Ómar Inga Magnússon innanborðs og leikur undir stjórn Einars Guðmundssonar auk þess sem Jón Birgir Guðmundsson er sjúkraþjálfari liðsins.

Liðið vann alla leiki sína á mótinu og verður gaman að fylgjast með drengjunum á HM í Rússlandi í ágúst.

Nánar er fjallað um úrslitaleikinn á vef HSÍ.

Selfyssingar kunna ekki að tapa á Partille.
Leikmenn Íslands voru gríðarlega ánægðir í lok móts.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Örn Þrastarson

EM U19 landsliðið