Einar valinn í U-20 landslið Íslands

Einar valinn í U-20 landslið Íslands

Einar Sverrisson Selfossi var á dögunum valinn í U20 ára landslið karla í handknattleik, en liðið tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins. Mótið fram fer í Tyrklandi dagana 3.-15. júlí.

Ísland er í riðli með Danmörku, Sviss og Svíþjóð.

Leikjaplanið er eftirfarandi:

Fimmtudagur 5. júlí
Danmörk – Ísland kl. 10.00

Föstudagur 6. júlí
Ísland – Svíþjóð kl. 12.00

Sunnudagur 8. júlí
Ísland – Sviss kl. 12.00

Við á Selfossi erum afar stolt að eiga leikmann í þessu landsliði og erum þess fullviss um að Einar muni standa sig vel og skila sínu til liðsins.