Einn leikur á Ragnarsmótinu í kvöld

Einn leikur á Ragnarsmótinu í kvöld

Haukar sigruðu Fjölnir/Fylki með einu marki, 23-22, í eina leik kvöldsins á Ragnarsmóti kvenna. Leikurinn einkenndist af góðri vörn og markvörslu beggja liða. Haukar leiddu í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik, 12-11. Sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkis byrjaði seinni hálfleik og komust yfir, 12-13. Leikurinn var síðan í járnum fram til loka. Haukastelpur náðu að skora gott mark þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, Fjölnir/Fylkir náði ekki að koma boltanum í netið og þar við sat. Lokatölur 23-22.

Mörk Hauka: Sara Odden 6, Berta Rut Harðardóttir 65 Hekla Rún Ámundardóttir 3, Emilía Katrín 2, Karen Helga Díönudóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Guðrún Jenný 1, 

Varin skot: Tinna Húnbjörg 8 (40%) og Karen Birna Aradóttir 4 (27%).

Mörk Fjölnir/Fylkir: Kolbrún Arna Garðarsdóttir 6, Anna Karen Jónsdóttir 4, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Berglind Björnsdóttir 3, Ada Kozicka 1, María Ósk Jónsdóttir 1, Kristín Lísa Friðriksdóttir 1, Kolbrún Jóna Helgadóttir 1, Elsa Karen Þorvaldsdóttir 1,Ósk Hind Ómarsdóttir 1.

Varin skot: Oddný Björg Stefánsdóttir 14 (38%).

Á morgun tekur Ragnarsmót karla við og eru tveir leikir á dagskrá. Kl 17:45 verður leikur Selfoss og Fram og kl 20:30 verður leikur Stjörnunnar og Aftureldingar. Að sjálfsögðu verður sýnt beint frá leiknum á SelfossTV.

Tags: